Fara í efni
Íþróttir

KA jafnaði úr víti eftir að leiktíminn var úti

Ott Varik jafnaði metin fyrir KA í Kórnum með marki úr vítakasti. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Eistneski hornamaðurinn Ott Varik tryggði KA annað stigið með því að skora úr vítakasti eftir að leiktíminn var liðinn, þegar KA sótti HK heim í Kórinn í Kópavogi í gærkvöldi í Olísdeild karla, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta.

Leikurinn endaði 29:29 og KA er þar með án taps eftir þrjá leiki og hefur fjögur stig.

Mörk KA: Ott Varik 7/2, Einar Rafn Eiðsson 7/4, Jóhann Geir Sævarsson 5, Einar Birgir Stefánsson 4, Dagur Árni Heimisson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Patrekur Stefánsson 1, Magnús Dagur Jónatansson 1, Arnór Ísak Haddsson 1.

Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 6, 30% – Bruno Bernat 2, 12,5%.

Nánar hér á handbolti.is