Fara í efni
Íþróttir

Fyrsti leikur KA í Pepsi Max deildinni 1. maí

Hrannar Björn Steingrímsson í leik gegn HK á Akureyri í fyrrasumar. KA-menn mæta HK í fyrstu umferð …
Hrannar Björn Steingrímsson í leik gegn HK á Akureyri í fyrrasumar. KA-menn mæta HK í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar 1. maí. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst seinna en gert var ráð fyrir, vegna samkomutakmarkana undanfarið – og þar af leiðandi æfinga- og keppnisbanns. KSÍ hefur gefið út nýja niðurröðun fyrir efstu deild karla, Pepsi Max-deildina; smellið hér til að sjá hana í heild.

Fyrsti leikur KA verður verður eftir hálfan mánuð; gegn HK í Kópavogi laugardaginn 1. maí klukkan 17.00. Í 2. umferð mætast KA og KR í Reykjavík en fyrsti heimaleikur KA verður gegn Leikni miðvikudaginn 12. maí.

Leikn­ar verða sjö um­ferðir á fyrsta mánuði móts­ins, frá 30. apríl til 30. maí, en síðan tek­ur við tveggja vikna hlé vegna lands­leikja. Tveir leikir KA verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í sjö fyrstu umferðunum.

Leikir KA fyrsta mánuðinn eru þessir:

HK - KA laugardag 1. maí 17.00

KR - KA föstudag 7. maí 18.00 (Stöð 2 Sport)

KA - Leiknir miðvikudag 12. maí 18.00 

Keflavík - KA mánudag 17. maí 18.00

KA - Víkingur föstudag 21. maí 18.00

Stjarnan - KA mánudag 24. maí 19.15 (Stöð 2 Sport)

KA - Breiðablik laugardag 29. maí 15.00

Í síðustu umferð deildarinnar fær KA lið FH í heimsókn laugardaginn 25. september.