Fara í efni
Íþróttir

KA gegn Breiðabliki heima í undanúrslitum

KA-menn fagna sigurmarki Jakobs Snæs Árnasonar í bikarleiknum gegn Grindvíkingum í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA leikur á heimavelli gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í undanúrslitum bikarkeppni Knattspyrnusambandsins, Mjólkurbikarkeppninnar. KA vann Grindavík í gærkvöldi eins og Akureyri.net greindi frá –  sjá hér og hér.

Í hálfleik viðureignar KR og Stjörnunnar, sem KR vann síðar í gærkvöldi, var dregið í undanúrslitum:

  • KA - Breiðablik
  • Víkingur - KR

Leikirnir fara báðir fram mánudagskvöldið 7. júlí 

Þetta er í níunda skipti sem KA kemst í undanúrslit bikarkeppninnar og annað árið í röð. Liðið tapaði 2:1 fyrir FH í Hafnarfirði í undanúrslitunum í fyrra.