Fara í efni
Íþróttir

Jónatan tekur við Skövde í Svíþjóð

Mynd af heimasíðu Skövde

Jónatan Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta og tekur við starfinu i sumar. Samningurinn gildir til tveggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu sænska félagsins og á vef KA í morgun,

Lið Skövde er eitt það besta í Svíþjóð. Liðið varð í öðru sæti sænsku deildarinnar síðustu tvo vetur en er sem stendur í fimmta sæti.

Borgin Skövde er 150 kílómetrum norðaustan við Gautaborg, á milli vatnanna stóru, Vänern og Vättern.

Á heimasíðu KA er í morgun farið rækilega yfir handboltaferil Jónatans. Smellið hér til að lesa.