Fara í efni
Íþróttir

Jónatan hættir með KA-menn í vor

Jónatan Þór Magnússon hættir sem þjálfari handboltaliðs KA í vor. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Jónatan Þór Magnússon hættir sem þjálfari karlaliðs KA í handbolta í vor skv. heimildum Akureyri.net. Samningur hans rennur þá út og Jónatan hefur tilkynnt stjórn handknattleiksdeildar þá ákvörðun sína að framlengja ekki samninginn. Hann greindi leikmönnum liðsins frá þessu í gær.

Þetta er fjórði veturinn sem Jónatan stýrir KA-liðinu og áður þjálfaði hann kvennalið KA/Þórs í tvö ár. Hann er jafnframt yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs.