Fara í efni
Íþróttir

Íslandsmeistarar í 5. flokki í fótbolta

Íslandsmeistararnir í A-liði 5. flokks KA. Efri röð frá vinstri: Andri Freyr Björgvinsson, þjálfari,…
Íslandsmeistararnir í A-liði 5. flokks KA. Efri röð frá vinstri: Andri Freyr Björgvinsson, þjálfari, Bríet Kolbrún Hinriksdóttir, Móeiður Alma Gísladóttir, Katrín Lilja Árnadóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir og Anton Orri Sigurbjörnsson. Neðri röð frá vinstri: Aníta Ingvarsdóttir, Ingibjörg Lóa Sævarsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Ásdís Fríður Gautadóttir, Embla Mist Steingrímsdóttir. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

KA varð á dögunum Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna í fótbolta. KA-stelpurnar burstuðu FH 6:0 í úrslitaleik á Akureyrarvelli (Greifavellinum) og luku þar með glæsilegu fótboltasumri.

Auk þess að næla í Íslandsmeistaratitilinn unnu stelpurnar í A-liði KA stærsta og rótgrónasta mótið í aldursflokknum, TM mótið í Vestmannaeyjum. Þær unnu alla leiki sumarsins nema einn, sem endaði með jafntefli.

KA varð í öðru sæti í keppni B-liða á Íslandsmótinu eftir 4:3 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik.