Fara í efni
Íþróttir

Íslandsmeistarar í 22. skipti – MYNDIR

Þrír af Íslandsmeisturunum með gullið sitt í gærkvöldi. Frá vinstri: Aðalheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir og Shawlee Gaudreault. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Skautafélags Akureyrar varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í íshokkí 17. árið í röð og í 22. skipti alls. SA stelpurnar léku til úrslita við Fjölni, þurftu að vinna þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og unnu einvígið 3:0. Þriðji og síðasta leikurinn var í Skautahöllinni á Akureyri þar sem vel var fagnað.