Fara í efni
Íþróttir

Íslandsbikarinn á loft í Laugardalnum?

Eigum við að prófa að hafa það svona? Jóhann Leifsson, leikmaður SA, og Birkir Árnason, einn Akureyringanna í liði SR, í síðasta leik á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Skautafélag Akureyrar gæti orðið Íslandsmeistari karla í íshokkí í kvöld. SA-ingar mæta Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardalnum í Reykjavík klukkan 19.45 og með sigri verður SA meistari fimmta árið í röð. Sigri SR-ingar hins vegar mætast liðin í hreinum úrslitaleik á Akureyri á fimmtudagskvöldið.

SR vann fyrsta leikinn á Akureyri en SA tvo þá næstu, fyrst í Reykjavík og svo á heimavelli. Mikil barátta hefur einkennt viðureignir liðanna og  þær í raun verið jafnari en tölurnar segja til um; 7:3 sigru SR og síðan 5:2 og 4:1 sigrar SA.

Leikurinn er sýndur beint hér á vef Íshokkísambandsins.