Fara í efni
Íþróttir

Ískalt í Boganum og verður um sinn

Á góðri stund í Boganum - á meðan enn var hlýtt og notalegt þar inni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Mjög kalt hefur verið í íþróttahúsinu Boganum undanfarið vegna bilunar í hitakerfi. Ískalt, eins og það var orðað í tilkynningu til foreldra barna sem æfa í húsinu. Þar kemur fram að því miður geti viðgerð ekki hafist strax og eru foreldrar hvattir til þess að hafa hugfast að klæða börnin vel fyrir æfingar.

Önnur hitablásarasamstæða hússins mun hafa bilað og ákveðið var að breyta henni í kjölfarið svo hún verði öruggari. Vélbúnaðurinn sem þarf til þess er smíðaður erlendis og von er á honum til landsins í byrjun desember. Hin samstaðan er í lagi og keyrð á fullum afköstum. Ástandið hefur því lagast en verður ekki eins og best getur orðið fyrr en í desember.