Fara í efni
Íþróttir

Íshokkí: Yfirburðir karlaliðs SA algjörir

SA Víkingar fagna öðru marki sínu í stórsigri á Fjölni í gær. Skjáskot úr útsendingu á SA TV á YouTube.

SA Víkingar gjörsigruðu Fjölnismenn í Hertz-deild karla í íshokkí í gær og eru áfram á toppi deildarinnar, hafa unnið fyrstu átta leiki sína í haust. Uni Steinn Sigurðarson Blöndal skoraði þrjú mörk. Lokatölur: 9-2.

Heimamenn brutu þó ekki ísinn fyrr en fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður, en eftir það héldu þeim engin bönd. SA skoraði tvö mörk í fyrsta leikhluta og það þriðja snemma í öðrum, en öll þrjú mörkin komu þegar heimamenn voru einum fleiri eftir refsingar á lið gestanna. SA Víkingar létu kné fylgja kviði og röðuðu inn mörkunum í öðrum leikhluta, staðan orðin 7-0 áður en honum lauk.

Það var svo loks eftir áttunda mark SA sem gestirnir komust á blað og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili um miðbik þriðja leikhluta, en það var allt og sumt. Níunda mark SA kom á loka mínútunni.

SA - Fjölnir 9-2 (2-0, 5-0, 2-2)  

  • 1-0 Róbert Máni Hafberg (11:04). Stoðsending: Unnar Hafberg Rúnarsson, Atli Sveinsson.
  • 2-0 Uni Steinn Sigurðarson Blöndal (18:36). Stoðsending: Jóhann Már Leifsson.
  • 3-0 Hafþór Andri Sigrúnarson (23:03). Stoðsending: Orri Blöndal, Uni Steinn Sigurðarson Blöndal.
  • 4-0 Uni Steinn Sigurðarson Blöndal (25:08). Stoðsending: Jóhann Már Leifsson, Hafþór Andri Sigrúnarson.
  • 5-0 Unnar Hafberg Rúnarsson (30:47). Stoðsending: Arnar Helgi Kristjánsson.
  • 6-0 Björn Már Jakobsson (35:26). Stoðsending: Ormur Karl Jónsson.
  • 7-0 Jóhann Már Leifsson (35:53). Stoðsending: Ormur Karl Jónsson, Orri Blöndal.
  • 8-0 Uni Steinn Sigurðarson Blöndal (43:55). Stoðsending: Arnar Helgi Kristjánsson.
  • 8-1 Hilmar Sverrisson (47:24). Stoðsending: Viktor Svavarsson, Martin Svoboda.
  • 8-2 Kyle McCann (48:55). Stoðsending: Martin Svoboda.
  • 9-2 Unnar Hafberg Rúnarsson (59:29).

SA
Mörk/stoðsendingar: Uni Steinn Sigurðarson Blöndal 3/1, Unnar Hafberg Rúnarsson 2/1, Jóhann Már Leifsson 1/2 , Hafþór Andri Sigrúnarson 1/1, Róbert Máni Hafberg 1/0, Björn Már Jakobsson 1/0, Arnar Helgi Kristjánsson 0/2, Ormur Karl Jónsson 0/2, Orri Blöndal 0/2, Atli Sveinsson 0/1,
Varin skot: 22
Refsingar: 6 mínútur.

Fjölnir
Mörk/stoðsendingar: Hilmar Sverrison 1/0, Kyle McCann 1/0, Martin Svoboda 0/1, Viktor Svavarsson 0/1.
Varin skot: Þórir Aspar 23 (82,14%), Styrmir Snorrason 19 (82,61%).
Refsingar: 6 mínútur.

Leikurinn var í beinni á YouTube-rásinni SA TV, þar sem upptöku af leiknum er einnig að finna.