Fara í efni
Íþróttir

Íshokkí: Kvennalið SA mætir SR í dag

Aldursforsetinn í liði SA, Jónína Guðbjartsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið SA tekur á móti liði Skautafélags Reykjavíkur í Hertz-deildinni í dag.

SA hefur afgerandi forystu í deildinni, hefur leikið sjö leiki og unnið sex þeirra. SR-ingar eru á botni deildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjunum á leiktíðinni.

Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 16:45.