Fara í efni
Íþróttir

Isak Pedersen úr SKA fer á Ólympíuleikana

Isak Stiansson Pedersen

Isak Stiansson Pedersen, gönguskíðakappi úr Skíðafélagi Akureyrar, tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum í Kína í næsta mánuði. Íslendingar senda fimm keppendur á leikana að því er segir á vef Íþrótta- og ólympíusambandsins.

Ísland fékk úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíðagöngu kvenna og tvo í skíðagöngu karla. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum og formlegum listum FIS, alþjóða skíðasambandsins, sem gefnir voru út 17. janúar.

Keppendur Íslands á leikunum verða þessir:

  • Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir – svig, stórsvig og risasvig
  • Sturla Snær Snorrason – svig og stórsvig
  • Kristrún Guðnadóttir – sprettganga
  • Snorri Einarsson – 15 km ganga með frjálsri aðferð, 30 km skiptiganga, 50 km ganga með hefðbundinni aðferð, fjöldastarf, liðakeppni í sprettgöngu
  • Isak Stiansson Pedersen – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu

Vetrarólympíuleikarnir fara fram. 4. til 20. febrúar. Isak keppni einnig á leikunum í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum. 

Nánar um ÓL hér á vef Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.