Fara í efni
Íþróttir

Hvernig mótar kúltúr frammistöðu fjöldans?

Hið ósýnilega afl: Hvernig kúltúr mótar frammistöðu fjöldans, er yfirskrift fyrirlesturs sem dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, flytur á Akureyri í dag. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum, 12 ára og eldri, foreldrum, þjálfurum, stjórnendum og öðrum sem áhuga hafa. Hann verður í Háskólanum á Akureyri og hefst klukkan 17.30. 

„Fyrirlesturinn fjallar um hvernig félagsleg umgjörð, hugmyndafræði, gildi, og vinnubrögð mynda kúltúr sem virkar sem ósýnilegt afl á einstaklinga og hópa,“ segir í kynningu á viðburðinum. „Kúltúrinn getur þannig verið eflandi eða heftandi fyrir ánægju og árangur fjöldans. Þegar vel til tekst þá getur kúltúrinn falið í sér þekkingu, hvatningu, verkfæri og tækifæri til að stór hópur nái árangri á ákveðnu sviði. Þegar illa til tekst þá heldur hann aftur af fólki og dregur úr tækifærum þess til að fullnýta sína hæfileika. Talsverð sóknarfæri felast í því að vinna á markvissan hátt við að byggja upp árangursríkan kúltúr í íþróttum, sem og á fleiri sviðum.“

Áætlað er að fyrirlesturinn og fyrirspurnir standi yfir í eina klukkustund. Aðgangir er ókeypis og allir velkomnir.