Fara í efni
Íþróttir

Hlaupið, kastað og stokkið – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyrarmót Ungmennafélags Akureyrar og Kjarnafæði-Norðlenska í frjálsíþróttum fór fram í gær og dag á Þórsvellinum. Hefðbundið akureyrskt sumarveður var ekki í boði að þessu sinni heldur urðu keppendur að gera sér að góðu að hlaupa, stökkva og kasta á meðan haustleg ágústlægð réð ríkjum með tilheyrandi rigningu og norðanvindi.