Fara í efni
Íþróttir

Hjólreiðahátíð Greifans – MYNDIR

Ljósmynd: Ármann Hinrik.
Ljósmynd: Ármann Hinrik.

Árleg hjólreiðahátíð Greifans hófst um helgina, þegar fram fór enduro fjallahjólakeppni bæði á Húsavík og Akureyri. Þar voru á ferðinni hjólreiðakappar á öllum aldri.

Hátíðin heldur áfram í dag, þriðjudag, með bikarmóti í Criterium, þar sem keppt er á götuhjólum á hringlaga braut. Keppnin fer fram á svæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg og hefst klukkan 17.00. 

Hver greinin rekur síðan aðra og hátíðinni lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. Nánar verður fjallað um hjólreiðahátíð Greifans hér á Akureyri.net í vikunni.

Ljósmyndarinn Ármann Hinrik fylgdist með gangi mála um helgina, tók margar frábærar myndir og býður hér til sannkallaðrar myndaveislu! 

Hér má sjá öll úrslit í enduro keppninni.

Hér eru allar upplýsingar um Hjólreiðahátíð Greifans.