Fara í efni
Íþróttir

Hermannsgangan í Kjarnaskógi – MYNDIR

Ljósmynd: Ármann Hinrik

Hin árlega Hermannsganga fór fram í gær, að þessu sinni í Kjarnaskógi. Mótið er kennt við íþróttafrömuðinn Hermann Sigtryggsson, sem var íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar í fjöldamörg ár. Hann ræsti skíðagöngukempurnar í gær í blíðskaparveðri.

Keppt var í þremur vegalengdum:

Veronika Guseva og Ævar Freyr Valbjörnsson sigruðu í 24 km göngunni, Róbert Bragi Kárason og Svava Rós Kristófersdóttir voru hlutskörpust í 12 km og sigurvegarar í 4 km voru Viktoría Rós Guseva og Jökull Ingimundur Hlynsson.

Smellið hér til að sjá öll úrslit