Fara í efni
Íþróttir

Helga Steinunn gerð að heiðursfélaga ÍSÍ

Helga Steinunn Guðmundsdóttir er orðin heiðursfélagi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og fv. formaður KA, var í dag gerð að heiðursfélaga ÍSÍ ásamt fimm öðrum. Það var tilkynnt við upphaf framhaldsþings 75. íþróttaþings.

Helga Steinunn var formaður KA frá 1998 til 2005. Áður hafði hún setið í stjórn knattspyrnudeildar.

Á vef ÍSÍ segir m.a. um Helgu, sem er fædd 19. september 1953: „Helga Steinunn sat í stjórn ÍSÍ 2006-2017, þar af sem varaforseti ÍSÍ 2013-2017. Helga var formaður Vinnuhóps ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga frá upphafi sjóðsins 2007 til ársins 2017 og sat í ýmsum nefndum og ráðum ÍSÍ á þeim tíma sem hún sat í stjórn. Hún var einnig formaður Skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna 2015 og leysti það krefjandi verkefni með glæsibrag.“

Helga Steinunn var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ á 73. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 2017.

Aðrir sem gerður voru heiðursfélagar ÍSÍ í dag eru: Árni Þór Árnason, Guðmundur Ágúst Ingvarsson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Jón Gestur Viggósson og Örn Andrésson.

Nýir heiðursfélagar ÍSÍ eða fulltrúar þeirra, ásamt tveimur fulltrúum sambandsins í dag. Frá vinstri; Andri Stefánsson starfandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, Erna Jóhannsdóttir og Guðmundur Vilhjálmsson, foreldrar Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur, Örn Andrésson, Árni Þór Árnason, Sigríður Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, Jón Gestur Viggósson, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.