Fara í efni
Íþróttir

Handbolti: KA tekur á móti Aftureldingu

Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur verið frábær með KA í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tekur á móti Aftureldingu í kvöld í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Afturelding er í þriðja sæti með 19 stig en KA í því fimmta með 16 stig. FH vann ÍBV í Eyjum í gær og hefur nú einu stigi meira en KA þannig að með sigri færu KA-menn aftur upp fyrir FH-inga.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    KA-heimilið kl. 19
    KA - Afturelding

KA tapaði fyrir Haukum á útivelli í 13. umferðinni, 38-42, en Afturelding vann sjö marka sigur á HK, 40-33. Afturelding vann KA í fyrri leik liðanna í deildinni sem fram fór í Mosfellsbæ í september með níu marka mun, 36-27.