Fara í efni
Íþróttir

Hamrarnir skotnir á bólakaf á Húsavík

Patrekur Búason, leikmaður Hamranna, með boltann í baráttu við Rafnar Mána Gunnarsson og Guðmund Óla Steingrímsson, fyrirliða Völsungs. Ljósmynd: Hafþór Hreiðarsson

Hamrarnir, sem unnu frækinn sigur á Kormáki/Hvöt á Sauðárkróki í 1. umferð Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu, duttu út úr keppninni í gær. Óhætt er að segja að þeir hafi verið skotnir á bólakaf; Völsungar burstuðu Hamrana 9:1 á Húsavík

Staðan var orðin 4:0 þegar Friðrik Ragnar Friðriksson, leikmaður Hamranna, var rekinn útaf undir lok fyrri hálfleiks og í kjölfarið gerði Sæþór Olgeirsson fimmta mark Völsunga, en hann gerði fimm mörk í leiknum. Atli Fannar Írisarson skoraði fyrir Hamrana snemma í seinni hálfleik, eftir að Völsungur hafði gert sjötta markið.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna