Fara í efni
Íþróttir

Hamar úr Hveragerði besta blaklið landsins

Íslandsmeistarar Hamars fagna í KA-heimilinu í gærkvöldi. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Íslandsmeistarar Hamars fagna í KA-heimilinu í gærkvöldi. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

KA tapaði seinni úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla í KA-heimilinu í gærkvöldi fyrir Hamri úr Hveragerði. Hamarsmenn unnu leikinn 3:0 eins og þann fyrri á heimvelli – nú enduðu hrinurnar 25:23, 25:19 og 25:19. Eins og tölurnar bera með sér er Hamar með besta lið landsins og vel komið að því að hampa Íslandsbikarnum. Liðið varð einnig deildar- og bikarmeistari.

Smellið hér til að horfa á upptöku af leiknum