Fara í efni
Íþróttir

Hallgrímur og Brynjar Ingi í liði umferðinnar

Brynjar Ingi Bjarnason glaður í bragði eftir að hann skallaði boltann í markið, eftir aukaspyrnu Hal…
Brynjar Ingi Bjarnason glaður í bragði eftir að hann skallaði boltann í markið, eftir aukaspyrnu Hallgríms Mar og kom KA í 2:0 á KR-vellinum. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð.

Tveir KA-menn eru í liði 2. umferðar Pepsi Max deildar Íslandsmótsins hjá fótbolta.net, eftir frækinn 3:1 sigur á KR í Reykjavík, Hallgrímur Mar Steingrímsson, og Brynjar Ingi Bjarnason. Hallgrímur gerði tvö mörk, lagði upp það þriðja og var valinn maður leiksins. Brynjar Ingi er orðinn feykilega góður og öruggur miðvörður og er jafnan skeinuhættur í vítateig andstæðinganna; skoraði einmitt gegn KR, skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Hallgríms Mar. Þá er Arnar Grétarsson þjálfari umferðarinnar hjá fótbolta.net.

Vert er að geta þess að bæði Hallgrímur Mar og Brynjar Ingi fengu 2M í einkunn í Morgunblaðinu. Dusan Brkovic, Daníel Hafsteinsson, Hrannar Björn Steingrímsson og Andri Fannar Stefánsson fengu allir 1 M. Í Mogganum fá þeir 1 M sem eru góðir, 2 M þeir sem teljast mjög góðir og 3 M fá menn fyrir frábæra frammistöðu.

Smellið hér til að lesa nánar um uppgjör 2. umferðar á fotbolta.net.