Fara í efni
Íþróttir

Hallgrímur bestur og Brynjar aftur í liðinu

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Gunnlaugur Eiðsson, varaformaður knattspyrnudeildar, faðmast innileg…
Hallgrímur Mar Steingrímsson og Gunnlaugur Eiðsson, varaformaður knattspyrnudeildar, faðmast innilega á KR-vellinum eftir að Hallgrímur skoraði í 2. umferð deildarinnar. Hinn KA-litaði Áskell Þór Gíslason er ekki síður ánægður! Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðbjörð.

Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son úr KA var besti leikmaður 2. um­ferðar Pepsi Max-deild­ar karla í knatt­spyrnu að mati Morg­un­blaðsins. Þetta kemur fram í blaðinu í dag.

„Brynj­ar Ingi Bjarna­son fé­lagi hans í KA er eini leikmaður­inn sem er aðra um­ferðina í röð í liði um­ferðar­inn­ar en hann fékk líka tvö M fyr­ir sinn leik gegn KR,“ segir í blaðinu.

Nánar hér á mbl.is.