Fara í efni
Íþróttir

Hafdís og Silja fara á EM í götuhjólreiðum

Þau fara á EM, frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir, Silja Rúnarsdóttir og Ingvar Ómarsson.
Þau fara á EM, frá vinstri: Hafdís Sigurðardóttir, Silja Rúnarsdóttir og Ingvar Ómarsson.

Hafdís Sigurðardóttir og Silja Rúnarsdóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar keppa báðar á Evrópumótinu í götuhjólreiðum sem fram fer í München í Þýskalandi síðar í mánuðinum. Hjólreiðasamband Íslands valdi þrjá til keppni úr afrekshópi sínum, þriðji keppandinn er Ingvar Ómarsson úr Breiðabliki. Öll munu þau taka þátt í tímatökukeppni sem og götuhjólakeppni Evrópumótsins. Mótið stendur yfir frá 14. til 21. ágúst.