Fara í efni
Íþróttir

Hafdís hjólar 22 km á klukkutíma á Bjargi

Hafdís Sigurðardóttir á hjólinu í gær, Inga Dís Sigurðardóttir og Anna Lilja Sævarsdóttir voru meðal þeirra sem hvöttu hana til dáða.

Hafdís Sigurðardóttir, hjólreiðakona ársins og Íslandsmeistari, hefur hjólað 22 km á hverjum klukkutíma síðan um miðjan dag í gær. Hún fer þó hvergi því Hafdís er á líkamsræktarstöðinni Bjargi og hyggst hjóla „eins lengi og líkaminn og andlega hliðin leyfir,“ eins og það er orðað í tilkynningu.

Fólki er velkomið að líta við, hvetja Hafdísi til dáða eða hjóla með henni. Hafdís segir þetta bæði persónulega áskorun og auk þess lið í að búa sig sem best undir komandi tíð á hjólinu.

UPPFÆRT – Um klukkan 11.30 var Hafdís búin að hjóla 455 km og hefur verið að í liðlega 21 klukkustund.