Fara í efni
Íþróttir

Gunnar Örvar lánaður til Möltu fram á vor

Gunnar Örvar Stefánsson, til vinstri, ásamt Guðmundi Steini Hafsteinssyni í sumar. Ljósmynd: Skapti …
Gunnar Örvar Stefánsson, til vinstri, ásamt Guðmundi Steini Hafsteinssyni í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fótboltamaðurinn Gunnar Örvar Stefánsson, framherji hjá KA, hefur verið lánaður fram á vor til St. Andrews FC á Möltu. „Liðið er í næst efstu deild á Möltu, er í dálitlu brasi og ég vonast til að geta hjálpað til – er einmitt fenginn til þess,“ sagði Gunnar við Akureyri.net í morgun. Liðið féll 2019 en deildarkeppninni var aflýst síðastliðið vor vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég æfði með liðinu í þrjár vikur fyrir jól, deildarkeppnin var í gangi en ég fæ leikheimild í byrjun janúar. Það verður gott að fara út og sleppa við veturinn hérna heima; fara í nýtt umhverfi og koma heim í vor, tilbúinn í slaginn.“

Gunnar gerði tveggja ára samning við KA í fyrra og er því samningsbundinn til hæsta hausts.