Fara í efni
Íþróttir

Gögnin voru send á netfang unglingaráðs

Komið hefur í ljós að gögn vegna áfrýjunar Stjörnunnar á kærumáli gegn HSÍ og Kvennaráði KA/Þórs, sem greint var frá fyrr í dag, voru send norður – en á netfang unglingaráðs handboltadeildar KA, sem ekki er aðili að málinu. Þess vegna höfðu forráðamenn KA/Þórs ekki hugmynd um að málinu hefði verið áfrýjað fyrr en þeim var send niðurstaða áfrýjunardómstóls HSÍ í gær.

„Þegar kæra Stjörnunnar var tekin fyrir á fyrra stigi, hjá Dómstól HSÍ, var skýrt tekið fram að fulltrúar kvennaráðs KA að málinu væru ég, sem framkvæmdastjóri KA, Siguróli íþróttastjóri KA og síðan lögmaður okkur. Meðan málið var í ferli þess dómstóls gengu öll samskipti í gegnum okkur þrjá og við beðnir um staðfestingu á mótttöku sem og var gert. Þegar kom að Áfrýjunardómstólnum gerðist það ekki,“ sagði Sævar í samtali við handbolti.is síðdegis.

„Við hefðum að sjálfsögðu gripið til varna í málinu hefðum við vitað að það væri komið fyrir áfrýjunardómstólinn,“ sagði Sævar.

Smellið hér til að lesa nánar um málið.