Fara í efni
Íþróttir

Glæsilegur sigur og hreinn úrslitaleikur framundan

Akureyringar glaðir í bragði eftir sigurinn. Rut Jónsdóttir og Martha Hermannsdóttir (8) um það bil …
Akureyringar glaðir í bragði eftir sigurinn. Rut Jónsdóttir og Martha Hermannsdóttir (8) um það bil að fallast í faðma. Rakel Sara Elvarsdóttir á milli þeirra og Matea Lonac til hægri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór sigraði Val 21:19 í næst síðustu umferð Olísdeildar Íslandsmóts kvenna í handbolta í KA-heimilinu í dag. Stelpurnar okkar léku vel stærstan hluta leiksins og sigurinn var sanngjarn. Staðan var 19:15 þegar fimm mínútur voru eftir, Valsarar söxuðu á forskotið í lokin en það dugði ekki. 

Fram sigraði FH örugglega á sama tíma og því er ljóst að hreinn úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn verður í Reykjavík um næstu helga þegar Fram og KA/Þór mætast. Liðin eru bæði með 20 stig.

Meira síðar

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði leiksins.

Hulda Bryndís Tryggvadóttir brýst í gegn og gulltryggir sigur KA/Þórs; staðan þá orðin 21:18. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.