Fara í efni
Íþróttir

Glæsileg tilþrif Tryggva - MYNDBAND

Glæsileg tilþrif Tryggva - MYNDBAND

Körfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason sýndi sparihliðarnar með Zaragoza gegn Valencia í spænsku deildinni á sunnudaginn. Lið hans tapaði reyndar, 85:76, en Bárðdælingurinn stóri, sem lék í 25 mínútur af 40, skoraði 10 stig í leiknum, tók níu fráköst og varði þrjú skot. Hann var með 18 svokölluð framlagsstig, fleiri en nokkur annar í liðinu. Ekki eru nema sjö ár síðan Tryggvi Snær hóf að æfa körfubolta með Þór en nú leikur hann listir sínar í bestu landsdeild Evrópu! Zaragoza menn klipptu saman nokkur af bestu tilþrifum hans úr leiknum og birtu á Twitter.

Smelltu hér til að horfa á myndbandið