Fara í efni
Íþróttir

Gígja í aðalkeppnina í 5 km göngu á HM

Gígja í aðalkeppnina í 5 km göngu á HM

Gígja Björnsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar varð í morgun í fimmta sæti af 43 keppendum í undankeppni 5 kílómetra skíðagöngu með frjálsri aðferð, á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Oberstdorf í Þýskalandi. Þar með er ljóst að hún verður með í aðalkeppninni sem fram fer 2. mars.

Gígja kom í mark í morgun tæpum tveimur mínútum á eftir þeirri sem var fyrst.

Á morgun fer fram sprettganga, þar sem þrír íslenskir keppendur taka þátt, þar á meðal Gígja og Isak Stianson Pedersen, einnig úr Skíðafélagi Akureyrar.

Isak er reyndur skíðamaður og hefur keppt bæði á heimsmeistaramótum og á síðustu Ólympíuleikum, þar sem að hann náði fínum árangri í sprettgöngu, varð í 55. sæti af 79 keppendum. Þetta er aftur á móti fyrsta stórmót Gígju.