Fara í efni
Íþróttir

„Gæti orðið opnari leikur en oft áður“

Hallgrímur Jónasson þjálfari knattspyrnuliðs KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Keppni hefst í dag í Bestu deild karla, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu og þá fá KA-menn KR-inga í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 14.00 á Greifavellinum á KA-svæðinu.

„Ég held við megum búast við hörkuleik, bæði lið hafa gert vel á undirbúningstímabilinu, bæði lið voru í efri partinum í fyrra þannig að ég held að þetta verði hörku viðureign sem verður vonandi skemmtileg fyrir áhorfendur – og vonandi vinnur KA leikinn,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Akureyri.net.

„Ég held að við verðum aðeins meira með boltann, efast um að þeir munu pressa okkar hátt þegar við verðum með boltann, þeir munu leyfa okkur að rúlla honum en ætla svo að vera þéttir og beita skyndisóknum. Þeir fara mikið upp kantana og gefa fyrir og það hefur skilað þeim svolítið af mörkum á undirbúningstímabilinu en að sama skapi hafa þeir fengið mun fleiri mörk á sig en við svo þetta gæti orðið opnari leikur en oft áður.“

Smellið hér til að sjá allt viðtalið við Hallgrím Jónasson