Fara í efni
Íþróttir

Þór/KA gegn bestu liðunum í byrjun móts

Leikmenn Þórs/KA fagna sigri á Tindastóli í næst síðustu umferð Íslandsmótsins í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Lið Þórs/KA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst næsta vor. KSÍ kynnti í dag drög að Íslandsmótinu og skv. því verður fyrsti leikur Stelpnanna okkar í Þór/KA á útivelli gegn Breiðabliki miðvikudaginn 27. apríl og í 2. umferð fær Þór/KA lið Íslandsmeistara Vals í heimsókn. Valur og Breiðablik voru lang bestu lið landsins í sumar. Í lokaumferð Íslandsmótsins laugardaginn 1. október leikur Þór/KA gegn KR í Reykjavík.