Fara í efni
Íþróttir

Fyrsti heimaleikur KA-manna í kvöld

Jóhann Geir Sævarsson og félagar í KA taka á móti Víkingum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Jóhann Geir Sævarsson og félagar í KA taka á móti Víkingum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn taka á móti nýliðum Víkings í kvöld á Íslandsmótinu í handbolta, Olís-deildinni. Í fyrstu umferðinni unnu KA-menn lið HK í Kópavogi en Víkingar eru þeir fyrstu sem koma í heimsókn í KA-heimilið í vetur.

Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Fyrir þá sem ekki komast í KA-heimilið er rétt að benda á að leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA-manna, KA-TV.