Fara í efni
Íþróttir

Frumraun Jakobs með U21 sigur gegn Skotum

Þrír Þórsarar í Skotlandi! Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon, sem voru þar með U-19 landsliðinu, og Jakob Franz Pálsson, lengst til hægri, en leikmenn U-21 mættu til að sjá yngra liðið leika.

Knattspyrnumaðurinn Jakob Franz Pálsson lék í fyrsta skipti með landsliði 21 árs og yngri í gær þegar Íslendingar lögðu Skota að velli 2:1 í vináttuleik á Fir Park í Motherwell.

Jakob Franz, sem er hægri bakvörður, stóð sig vel í gær. Hann er samningsbundinn ítalska félaginu Venezia sem keypti hann af Þór á síðasta ári. Ítalirnir lánuðu leikmanninn til FC Chiasso í Sviss í vetur til þess að hann öðlaðist reynslu, að sögn þeirra, enda hugsaður í aðallið Venezia í framtíðinni.

Jakob Franz hefur verið fastamaður í landsliði 19 ára og yngri undanfarin misseri. Hann er 19 ára, verður tvítugur í janúar.