Fara í efni
Íþróttir

Fríða Kristín vann samhliðasvigið!

Þrjár fyrstu í dag, frá vinstri: Harpa María Friðgeirsdóttir, Íslandsmeistarinn Fríða Kristín Jónsdóttir frá Akureyri og Elín Elmarsdóttir Van Pelt.

Fríða Kristín Jónsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari í samhliðasvigi í dag, á síðasta keppnisdegi Skíðamóts Íslands.  Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Fríðu í fullorðinsflokki og einu gullverðlaun Akureyringa í fullorðinsflokki á Skíðamóti Íslands að þessu sinni.

Fríða Kristín sigraði Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur úr Ármanni í úrslitum. 

Matthias Kristinsson hélt uppteknum hætti í karlaflokki og vann samhliðasvigið; hann hlaut því öll gullverðlaun alpagreinakeppninnar, því Matthias varð einnig Íslandsmeistari í svigi og stórsvigi.

Alpagreinakeppnin fór fram á Dalvík við góðar aðstæður.

Konur
1. Fríða Kristín Jónsdóttir - SKA
2. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann
3. Elín Elmarsdóttir Van Pelt - Víkingur

Karlar
1. Matthias Kristinsson - SÓ
2. Gauti Guðmundsson - KR
3. Jón Erik Sigurðsson - Fram

Þrír efstu í samhliða sviginu í dag, frá vinstri: Gauti Guðmundsson, Matthias Kristinsson og Jón Erik Sigurðsson.