Fara í efni
Íþróttir

Frábær leikur Emmu í sigri á Úkraínu

Emma Karólína Snæbjarnardóttir er stödd í Litháen með U18 landsliði Íslands í körfuknattleik þar sem liðið leikur í B-deild EuroBasket.

Íslenska U18 landslið kvenna í körfuknattleik hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum B-deildar EuroBasket. Liðið vann þrjá leiki af fimm í riðlakeppninni og raðast í 2. sætið á eftir Litháen, en efst þriggja jafnra liða með mun betri stigamun en Aserbaijan og Úkraína. 

  • Leikir Íslands í C-riðli
    Ísland - Litháen 73-99
    Ísland - Bosnía og Herzegovína 110-77
    Ísland - Kósóvó 82-50
    Ísland - Aserbæsjan 86-79
    Ísland - Úkraína 96-71

Þórsarinn Emma Karólína Snæbjarnardóttir fór mikinn í mikilvægum sigri á Úkraínu í lokaleik liðsins í riðlinum þar sem sætið í átta liða úrslitum var tryggt. Emma skoraði 16 stig í leiknum, tók fjögur fráköst, átti sex stoðsendingar, stal fimm boltum og varði eitt skot. Hún spilaði í 28 mínútur og 33 sekúndur, skilaði 21 framlagsstigi og var með +32, sem þýðir að liðið skoraði 32 stigum meira en andstæðingurinn á þeim mínútum sem hún spilaði. 

Átta liða úrslitin verða spiluð á föstudag, 11. júlí.

U18 landslið Íslands í körfuknattleik. Emma Karólína er önnur frá vinstri í öftustu röð. Mynd: KKÍ.