Fara í efni
Íþróttir

Fjölmennt N1 mót KA hófst í morgun

Grindvíkingar og Valsmenn eigast við á KA-svæðinu í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Árlegt N1 mót KA í knattspyrnu hófst á hádegi í dag og lýkur á laugardaginn. Það eru strákar í 5. aldursflokki sem taka þátt, rúmlega 2000 strákar að þessu sinni og alls fara um 1000 leikir fram á mótinu.

Leikið er á nokkrum völlum á svæðinu, svo og á gamla Akureyrarvellinum við Hólabraut.

HK-ingur reynir að komast framhjá markverði í liði Fjölnis sem sá við honum og gómaði knöttinn.