Fara í efni
Íþróttir

Fjögur frá Akureyri á HM í utanvegahlaupum

Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir eftir að þau sigruðu í 55 km hlaupi í Súlur Vertical f…
Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir eftir að þau sigruðu í 55 km hlaupi í Súlur Vertical fjallahlaupinu á laugardaginn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjórir hlauparar frá Akureyri eru í landsliði Íslands í utanvegahlaupum sem Frjálsíþróttasamband Íslands tilkynnti í gær. Það eru bræðurnir Þorbergur Ingi og Halldór Hermann Jónssynir, Rannveig Oddsdóttir og Anna Berglind Pálmadóttir.

Landsliðið tekur þátt á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram í Chiang Mai í Tælandi dagana 17.-20. nóvember. Um er að ræða tvær keppnisvegalendir, 40 km með 2800 metra samanlagðri hækkun og svo 80 km með 4900 m. samanlagðri hækkun.

Landsliðið skipa þessi:

  • Þorbergur Ingi Jónsson 80 km
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson 80 km
  • Sigurjón Ernir Sturluson 80 km
  • Rannveig Oddsdóttir 80 km
  • Elísabet Margeirsdóttir 80 km
  • Halldór Hermann Jónsson 40km
  • Þórólfur Ingi Þórsson 40 km
  • Andrea Kolbeinsdóttir 40 km
  • Anna Berglind Pálmadóttir 40 km
  • Íris Anna Skúladóttir 40 km

Þess má geta að Þorbergur Ingi og Rannveig sigruðu í lengsta hluta Súlur Vertical fjallahlaupsins á Akureyri um síðustu helgi, 55 km hlaupinu, Halldór Hermann sigraði í 28 km hlaupi og Anna Berglind í 18 km hlaupinu. 

Halldór Hermann Jónsson kemur fyrstur í mark í 28 km hlaupi Súlur Vertical á laugardaginn var. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Anna Berglind Pálmadóttir glöð í bragði eftir að hún sigraði í 18 km hlaupi Súlur Vertical um síðustu helgi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson