Fara í efni
Íþróttir

Eva María og Vignir íþróttafólk Léttis

Eva María Aradóttir og Vignir Sigurðsson.
Eva María Aradóttir og Vignir Sigurðsson.

Vignir Sigurðsson hefur verið valinn íþróttamaður hestamannafélagsins Léttis fyrir nýliðið ár og Eva María Aradóttir íþróttakona Léttis. Greint er frá vali á knapa ársins í öllum flokkum hjá Létti hjá vef félagsins.

Íþróttaungmenni Léttis er Anna Kristín Auðbjörnsdóttir, íþróttaunglingur ársins Auður Karen Auðbjörnsdóttir og íþróttabarn Léttis er Sandra Björk Hreinsdóttir. Þetta kemur fram á heimasíðu hestamannafélagsins. Myndirnar birtust þar.

Heimasíða Léttis

Anna Kristín Auðbjörnsdóttir, Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Sandra Björk Hreinsdóttir.