Fara í efni
Íþróttir

Eldhressir blak öldungar – MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Valor-mótið í blaki, Öldungur 2023, hófst á föstudag og keppni lýkur í dag. KA og Völsungur héldu mótið í ár. Þátttakendur á þessari árlegu blakhátíð 30 ára og eldri eru um 1.200, keppt var í íþróttahúsinu á Húsavík og þremur stöðum á Akureyri; KA-heimilinu, íþróttahúsi Síðuskóla og Boganum, þar sem voru átta vellir en alls var keppt á 17 völlum. 

Mikil gleði einkennir jafnan þessa „árshátíð“ blakara og sú var raunin í Boganum þegar Akureyri.net leit þar við í dag. Veislunni lýkur með Pallaballi í Boganum í kvöld, þar sem Páll Óskar Hjálmtýsson heldur uppi fjörinu.