Fara í efni
Íþróttir

Deildarmeistaratitill í húfi í KA-heimilinu

Mynd af vef KA.

Tvö langbestu kvennalið landsins í blaki, KA og Afturelding, mætast í kvöld í KA-heimilinu og segja má að þar sé deildarmeistaratillinn í húfi þótt nokkrir leikir séu eftir. 

KA og Afturelding hafa mæst tvisvar í vetur og í bæði skiptin vann útiliðið; KA vann 3:0 í Mosfellsbæ í frábærum leik í október – 31:29, 25:21, 27:25 – og Afturelding vann í KA-heimilinu í desember – 25:21, 25:21, 25:20. Þetta eru einu töp liðanna í vetur.

Eftir viðureign kvöldsins eiga KA-stelpurnar þrjá leiki eftir, heima gegn Völsungi, úti gegn Álftanesi og heima gegn HK. KA hefur sigrað öll þessi lið mjög örugglega fyrr í vetur. Afturelding á eftir að mæta HK og Álftanesi, sem Mosfellingar hafa einnig unnið auðveldlega fyrr í vetur. 

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.30 og verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA, smellið hér til að horfa.

  • KA hefur þrívegis orðið deildarmeistari í blaki kvenna, 2005,  2019 – þegar liðið varð einnig bikar- og Íslandsmeistari – og 2020.