Fara í efni
Íþróttir

Deildarmeistarabikar á loft á skautasvellinu

Deildarmeistarar Skautafélags Akureyrar eftir leikinn í Reykjavík í kvöld.
Deildarmeistarar Skautafélags Akureyrar eftir leikinn í Reykjavík í kvöld.

Stelpurnar í Skautafélagi Akureyrar fengu deildarmeistarabikarinn afhentan í kvöld eftir 9:0 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Laugardalnum.

María Eiríksdóttir, Hilma Bergsdóttir og Berglind Leifsdóttir gerðu tvö mörk hver og þær Katrín Björnsdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir gerðu allar eitt mark.

SA hefur þar með unnið fyrstu sjö leikina og á aðeins einn eftir í Hertzdeildinni, gegn Fjölni í Reykjavík 3. apríl. Eftir það tekur við úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Smelltu hér til að sjá tölfræði úr leiknum.