Fara í efni
Íþróttir

Brynjari Inga líkar lífið vel í Lecce

Brynjar Ingi á æfingu í hitanum í Lecce í vikunni. Ljósmynd. Calcio Lecce
Brynjar Ingi á æfingu í hitanum í Lecce í vikunni. Ljósmynd. Calcio Lecce

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason, sem gekk til liðs við ítalska B-deildarliðið Lecce fyrir viku, er byrjaður að æfa með nýju félögunum. „Við erum enn í Lecce að æfa en það styttist í æfingaferðina,“ sagði Brynjar Ingi í gær. Lecce menn fara fljótlega norður í land þar sem þeir verða við æfingar í nokkra daga. Hitinn í Lecce hefur verið 31 til 37 gráður. KA-maðurinn ungi segir hitann alls ekki hafa slæm áhrif á hann. „Nei, þetta er ekki jafn slæmt og ég hélt. Ég finn ekki mikið fyrir hitanum,“ segir Brynjar í gær.

Brynjar á æfingu með Lecce í vikunni.