Fara í efni
Íþróttir

Breyttar hugmyndir um íþróttasvæði KA

Breyttar hugmyndir um íþróttasvæði KA

Aðal knattspyrnuvöllur KA á svæði félagsins við Dalsbraut mun snúa norður-suður miðað við nýjar hugmyndir félagsins, ekki austur-vestur eins og áður var fyrirhugað. Áhorfendastúka verður því austan við völlinn og bygging rís sem tengja mun íþróttahús KA og áhorfendastúkuna. Samþykkt var í bæjarstjórn í gær að auglýsa breytingu á deiliskipulagi svæðisins í þessa veru.

Hugmyndirnar eru þessar:

  • Áhorfendastúkan verður fyrir allt að 1000 manns í sæti ásamt aðstöðu fyrir blaðamenn, miðasölu, veitingasölu snyrtingar og áhaldageymslur.
  • Leyfilegt er að byggja kjallara undir stúkuna. Stúkan verði með þaki.
  • Í tengbyggingu verður anddyri/móttaka, skrifstofur, fundarherbergi, æfingarými, búningsklefar og tengd rými. Byggingin verður tvær hæðir og kjallari.
  • Flóðlýsing fyrir keppnisvöll – fjögur ljósamöstur með LED lýsingu sem eru að hámarki í 25m hæð frá jörð.

Núverandi deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir að völlurinn snúi austur-vestur og stúkan sé norðan við völlinn. 

Breyting á deiliskipulagi gerir ráð fyrir að völlurinn snúi norður-suður og að stúkan verði austan við völlinn. Blái flöturinn er fyrirhuguð tengibygging milli íþróttahússins og stúkunnar.