Fara í efni
Íþróttir

Boltakarlarnir í eldlínunni í dag

Andrius Globys, leikmaður Þórs í körfubolta, Jón Heiðar Sigurðsson  handboltamaður í KA, og Aron Hól…
Andrius Globys, leikmaður Þórs í körfubolta, Jón Heiðar Sigurðsson handboltamaður í KA, og Aron Hólm Kristjánsson handboltamaður í Þór. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Handboltalið Þórs og KA eru bæði í eldlínunni í dag í Olís deild Íslandsmótsins. Þórsarar taka á móti Val í Íþróttahöllinni klukkan 16.00 og á sama tíma byrjar leikur KA og Hauka í Hafnarfirði. Þórsleikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs - smellið hér til að horfa - en leikur Hauka og KA verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Körfuboltalið Þórs leikur svo gegn Val í kvöld í Reykjavík. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.