Fara í efni
Íþróttir

Bjarni Aðalsteinsson í Danmörku næsta sumar

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Aðalsteinsson mun spila með liði í dönsku C-deildinni á komandi sumri. KA-maðurinn dvaldi í Danmörku síðasta vetur með kærustu sinni, sem er þar við nám, og hefur ákveðið að vera þar að minnsta kosti næsta árið. Hann mun því ekki spila með KA liðinu næsta sumar. Greint er frá þessu á vef KA í morgun en ekki kemur fram hvaða lið er um að ræða.

„Hjörvar Maronsson, formaður knattspyrnudeildar KA, segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samkomulagi við félagið,“ segir í tilkynningunni. „Hann lofar Bjarna fyrir frábæran tíma hjá KA, allt frá yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Bjarni hefur átti stóran þátt í góðum árangri liðsins undanfarin ár. Á þessum tíma var Bjarni lykilleikmaður í baráttu liðsins hér heima fyrir sem og í Evrópukeppnum og er handhafi bikarmeistaratitilsins 2024.“