Fara í efni
Íþróttir

Bjarki verður áfram þjálfari Þórsliðsins

Bjarki Ármann Oddsson, Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar og Jón Ingi Baldvinsson. Ljós…
Bjarki Ármann Oddsson, Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar og Jón Ingi Baldvinsson. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari körfuboltaliðs Þórs, hefur skrifaði undir nýjan samning til eins árs. Hann stýrir liðinu því áfram næsta vetur og Bjarka til aðstoðar verður Jón Ingi Baldvinsson. Bjarki tók við þjálfun Þórs þegar aðeins ein umferð var að baki í Domino's deildinni í haust, fljótlega kom Jón Ingi inn í þjálfarateymið og starfaði við hliða Bjarka ásamt Daníel Andra Halldórssyni.