Fara í efni
Íþróttir

Bikarmeistararnir aftur í úrslitahelgina?

KA-stúlkurnar á góðri stund. Fagna þær í kvöld? Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
KA-stúlkurnar á góðri stund. Fagna þær í kvöld? Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Kvennalið KA í blaki mætir Þrótti frá Neskaupstað í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppninnar, Kjörísbikarsins. Leikurinn verður í KA-heimilinu og hefst 20.15. Miðasala hefst 19.45 og eru 142 miðar í boði. KA-stelpurnar eru ríkjandi bikarmeistarar og komast með sigri í úrslitahelgina þetta árið. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn má benda á að hann verður sýndur beint á KA TV.

Smelltu hér til að horfa á leikinn í kvöld.