Fara í efni
Íþróttir

Bikarblak, fótbolti, karfa og handbolti

Langþráður leikur HK og Þórs/KA í handbolta fer loks fram í kvöld og KA-stelpurnar mæta Völsungi í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki. Þá verða karlalið Þórs í fótbolta og körfubolta líka á ferðinni í kvöld.

17.00 KA - Völsungur, undanúrslit Kjörísbikarkeppninnar kvenna í blaki

  • Leikurinn fer fram í Digranesi í Kópavogi. KA er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur í keppninni árið 2019 en vegna Covid veirunnar fór keppnin ekki fram í fyrra. Leikurinn verður sýndur beint á netinu. Smelltu hér til að horfa.

18.00 HK - KA/Þór, Olísdeild Íslandsmóts kvenna í handbolta

  • Leikurinn átti að fara fram á miðvikudagskvöldið en var frestað vegna ófærðar og aftur í gær. Stelpurnar okkar í KA/Þór komast á topp deildarinnar á ný með sigri. HK-ingar bjóða upp á leikinn í beinni útsendingu. Smellið hér til að horfa.

18.15  Stjarnan - Þór, Domino's deild Íslandsmóts karla í körfubolta

  • Stjarnan er eitt besta lið deildarinnar og er í öðru sæti með 20 stig eftir 13 umferðir. Þórsarar eru í botnbaráttu með átta stig eftir 12 leiki. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport

21.00 Þór - Víkingur R, Lengjubikarkeppni karla í fótbolta í Boganum

  • Þórsarar benda á að vegna Goðamóts verður áhorfendum ekki hleypt inn í húsið fyrr en 10 mínútum áður en leikurinn hefst. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá verður leiknum streymt á Þór TV, smellið hér til að horfa.