Fara í efni
Íþróttir

Berbaksreið og mjólkurtölt á vorgleði hestamanna

Verðlaunahafar í mjólkurtölti fullorðinna. Riðinn er einn hringur á keppnisvellinum með fullan mjólkurpela og felst keppnin í því að sulla sem minnstu niður. Mynd: Lauga Reynisdóttir.

Hestamenn héldu í liðinni viku vorgleði í aðstöðu sinni í Breiðholti, hesthúsahverfinu ofan Akureyrar. Keppt var í berbaksreið þar sem knapar þurftu að fara í gegnum þrautabraut á tímatöku. Þá var keppt í mjólkurtölti þar sem knapar þurftu að ríða einn hring á keppnisvellinum með fulla könnu af mjólk. Sá knapi sem sullaði minnstu niður hraut Hrafnagilsmjólkurpelann. Jón Elvar og Berglind, bændur á Hrafnagili, gáfu mjólkina í töltið. 

Að keppni lokinni var grillað og fólk naut sólarinnar. Akureyri.net fékk meðfylgjandi myndir sendar frá skipuleggjendum vorgleðinnar. Lauga Reynisdóttir tók myndir af verðlaunahöfum, Camilla Hoj tók myndirnar af berbaksreiðinni og Edda Kamilla Örlólfsdóttir tók aðrar myndir. 
 


Verðlaunahafar í mjólkurtölti í barnaflokki. 


Verðlaunahafar í berbaksreið í flokki fullorðinna.


Verðlaunahafar í berbaksreið í barnaflokki.