Fara í efni
Íþróttir

Belgískur bakvörður til liðs við KA

Mynd af vef KA
Mynd af vef KA

Belgískur knattspyrnumaður, Bryan Van Den Bogaert, er genginn til liðs við KA og leikur með liðinu á komandi sumri. Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður. Hann kemur frá RWD Molenbeek sem leikur í næstefstu deild í Belgíu.

„Bogaert hefur að mestu leikið í Belgíu þar sem hann hefur spilað með KVC Westerlo, Royal Antwerp, KSK Heist, Royal Cappellen og loks KVC Westerlo en auk þess lék hann um tíma á Englandi með Crawley Town, Whitehawk og Ebbsfleet,“ segir á vef KA.